SKILMÁLAR
Pöntun á leiguplássi
Pöntun á leiguplássi skal fara fram í gegnum heimasíðuna www.skordugil.is Til að staðfesta pöntun formlega þarf að millifæra strax og pantað er staðfestingargjald að upphæð 25.000 kr á reikning 161-26-6112 kt: 611299-3119
Pöntun telst ekki gild nema staðfestingargjaldið sé greitt. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Eftir móttöku á tæki er innheimtur endanlegur geymslukostnaður í heimabanka að frádregnu staðfestingargjaldi.
Leigutími
Leigutími á hjólhýsum, húsbílum, fellihýsum og tjaldvögnum er frá 1. september til 1. maí eða 20 maí. Fólk getur valið hvora dagsetninguna það vill sækja.
Öll tæki skulu vera kominn á staðinn og tilbúinn fyrir geymslu í síðasta lagi 15. september nema að um annað hafi verið samið.
Leigusali sendir leigutaka tölvupóst með nánari upplýsingum um losunardaga, en slæm veður eða aðstæður geta haft áhrif á endanlega dagsetningu.
Leigutími snjósleða í „sumargeymslu“, er frá 1. maí til 1. október.
Ekki er hægt að fá tæki afhent á leigutíma nema um það hafi verið samið fyrir fram.
Önnur geymslutímabil koma til greina en um þau þarf þá að semja sérstaklega.
Frágangur tækis
Leigutaki ber ábyrgð á fullnægjandi frágangi tækja vegna leigurnar. Eftirfarandi atriði skulu uppfyllt.
- Viðkomandi tæki skulu þannig frágengin að ekki hljótist tjón á þeim eða að af þeirra sökum stafi hætta yfir veturinn.
- Ekki má vera leki á olíu eða öðru frá viðkomandi tæki.
- Óheimilt er að geyma gaskúta, og/eða önnur eld- og sprengifim efni í viðkomandi tæki.
- Rafgeymar skulu aftengdir að fullu og helst fjarlægðir úr öllum hjólhýsum og fellihýsum fyrir afhendingu.
- Við afhendingu á húsbýlum eða öðrum ökutækjum skal einnig afhenda lykla að viðkomandi tæki. Rafgeymar verða þá aftengdir áður þegar viðkomandi ökutæki kemur inn í geymsluna.
- Enginn matvæli af nokkurri tegund mega vera í vera í viðkomandi tækjum.
- Salerni ferðavagna og húsbíla skulu tæmd og hreinsuð ásamt því að vera lekalaus.
- Vatnstankar, vatnskerfi og annað sem inniheldur vökva sem getur frosið skal vera tæmt af eigenda fyrir afhendingu.
- Allir gluggar og lúgur á viðkomandi tæki skulu vera lokuð.
- Óheimilt er að geyma þýfi eða ólögleg efni í viðkomandi tækjum. Leigusala er heimilt að gefa lögreglu eða dómstólum upplýsingar um leigutaka sé þess óskað og jafnframt að veita þeim aðgang að viðkomandi tæki óski þeir þess formlega.
Ábyrgð og tryggingar
Leigusali ber ekki ábyrgð á þeim tækjum sem eru í geymslu og bendir leigutaka á mikilvægi þess að viðkomandi tæki sé tryggt á geymslutíma hjá tryggingarfélagi viðkomandi fyrir hverju því tjóni eða slysi sem viðkomandi tæki getur orðið fyrir.
Leigutaki á ekki kröfu á leigusala vegna bilana á bruna- og öryggiskerfi hússins eða annarra aðstæðna sem geta komið óvænt eða af óviðráðanlegum aðstæðum upp, sem ekki er hægt að rekja til vanrækslu leigusala. Leigusali ber ekki ábyrgð á tjónum af völdum náttúruhamfara eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Þar sem tryggingar eru mismunandi milli tryggingarsala og tryggingartaka er gott fyrir hvern og einn að hafa samband við sitt tryggingarfélag og fá staðfestingu á tryggingum viðkomandi tækis á geymslutíma.
Almenn ákvæði
Leigutaki hefur ekki aðgang að geymslunum á leigutíma nema í samráði og undir eftirliti leigusala.
Rísi mál vegna þessa leiguskilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Vestra.
Persónuverndarstefna
Urðarketti ehf., er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar hvort sem það eru eigin gögn eða gögn viðskiptavina. Í persónuverndarstefnu fyrirtækisins kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Ábyrgð
Urðarköttur ehf kt. 611299-3119, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Fyrirtækið hefur aðsetur að Syðra-Skörðugili, 561 Varmahlíð, og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið geymsla@skordugil.is.
Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
Þeim upplýsingum sem Urðarköttur ehf. safnar um viðskiptavini, er fyrirtækinu skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.
Urðarköttur ehf., safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði skilmála, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
Urðarköttur ehf., safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er hugsanlegt að fyrirtækið geti ekki veitt viðkomandi umbeðna þjónustu.
Miðlun persónuupplýsinga
Urðarköttur ehf., nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði skilmálana sem kynntir eru á heimasíðu félagsins hverju sinni.
Fyrirtækið miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila.
Öryggi gagna
Urðarköttur ehf., leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Fyrirtækið tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.
Persónuverndarstefna Urðarkattar ehf., er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu Fyrirtækisins má finna á www.skordugil.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu fyrirtækisins skal senda á netfangið geymsla@skordugil.is.
Útgáfa persónustefnu dagsett 1. júlí 2024